Námskeið
Skráning
Fingrasetning - tölvuvélritun
Almennt um námskeiðið
Þetta námskeið er fyrir alla sem eru að nota færri en 10 fingur við innslátt á tölvu. Notað er æfingaforrit á námskeiðinu sem þjálfar þátttakandann í notkun allra tíu fingra við vélritun. Þátttakendur hafa ótakmarkaðan aðgang að forritinu að loknu námskeiði.
Dagskrá
- Kennd er tíu fingra vélritun og þátttakendur þjálfaðir í notkun hnappaborðs og músar með aðstoð æfinga og forrits sem þjálfar vélritun.
Markmið
Að námskeiðinu loknu á þátttakandinn að hafa öðlast öryggi við að vélrita á tölvu og hafa náð verulegri hraðaaukningu.
Leiðbeinandi
Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.
Námsgögn
Ljósrituð æfingagögn fylgja ásamt litprentuðu spjaldi sem sýnir hnappaborð með réttri staðsetningu fingra.
Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.