Almennt tölvunám

Almennt um námskeiðið

Þetta er vandað námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra að nota tölvuna, Internetið, tölvupóst, Word og Excel (Mest notuðu forritin) við að leysa alls konar verkefni hvort sem er í vinnu, skóla eða heima. Lögð er mikil áhersla á að kenna gagnleg atriði sem nýtast við alla tölvunotkun. Efnistök á námskeiðinu eru þau sömu og á almennum námskeiðum okkar um þessi forrit og fyrir þá sem ætla að læra á mest notuðu forritin er þetta nám mjög hagstætt.

Einnig er mögulegt að taka einstaka hluta námskeiðsins sem sjálfstæð námskeið.

Dagskrá

  • Tölvan Windows stýrikerfið og Internetið:
    • Hvað er tölva, hverjar eru helstu einingar hennar og hvernig á að velja tölvu. 
    • Notkun músar, valmynda, hnappa og íkona. 
    • Meðhöndlun skjáglugga og forrita. 
    • Windows Explorer forritið, skipulagning diska, efnisskrár, afritun og skjalaflutningur. 
    • Verkreinin (Taskbar), ræsihnappurinn og forritavalmyndin. 
    • Notkun algengra hjálparforrita sem fylgja Windows m.a. öryggisforrit og fleira. 
    • Uppsetning forrita. 
    • Gagnleg atriði varðandi meðferð tölvu og jaðartækja. 
    • Hvað er Internetið? Áhugaverðar síður, upplýsingaleit, vistun vefslóða (bookmarks) og önnur gagnleg grunnatriði við daglega notkun Internetsins t.d. verslun.
    • Kynning á Facebook, Skype og öðrum áhugaverðum samskiptum á Internetinu.
  • Word ritvinnsla
    • Skjámynd Word útskýrð, valmyndir skoðaðar og farið yfir helstu aðgerðir.
    • Hnappaborð tölvunnar, helstu aðgerðalyklar og flýtihnappar sem gagnast við ritvinnslu.
    • Gagnlegar ábendingar um innslátt texta í Word, gerð greinarskila, síðuskipti, notkun "ósýnilegra" tákna og fleira.
    • Útlitsmótun texta, efnisgreina (paragraphs) og sjálfvirk villuleit í texta.
    • Prentun ritvinnsluskjala
    • Töflugerð og skipting texta í dálka með dálkmerkjum (Tabs)
    • Gerð síðuhauss og -fótar
    • Notkun mynda í ritvinnsluskjölum og stillingar tengdar þeim
    • Skjali skipt í útlitskafla (Sections) og stillingar varðandi einstaka hluta þeirra
    • Uppsetning blaðadálka (Columns)
    • Notkun tákna (Symbols)
    • Notkun staðlaðra stílsniða (Style)
    • Gerð efnisyfirlita, tilvísana og önnur gagnleg atriði
  • Excel töflureiknir
    • Grundvallaratriði við notkun Excel
    • Notkun falla í Excel til einföldunar við jöfnugerð og í útreikningum
    • Myndritshluti Excel
    • Notkun Excel við úrlausn margs konar verkefna s.s. áætlanagerð, listavinnslu, fjármálaútreikninga, sjálfvirkar uppflettingar í listum, dag- og tímaútreikninga o.fl.
    • Tengingar á milli Excel skjala og við önnur Microsoft Office skjöl
  • Outlook, tölvupóstur, dagbók, verkefni og tengiliðir:
    •  Grundvallaratriði notkunar á tölvupósti, viðhengi, sjálfvirk flokkun pósts, meðhöndlun ruslpósts og sjálfvirk svörun tölvupósts.
    • Utanumhald um tengiliði og samskipti við þá.
    • Notkun dagbókar, tímastjórnun og skráning atburða s.s. funda, fastra viðburða og annað mikilvægt.
    • Utanumhald verkefna með Task-hluta Outlook.
    • Notkun minnismiða í Outlook.

Markmið

Að þátttakandinn öðlist mjög góða þekkingu á tölvunotkun og öllum algengustu Office forritunum og verði fær um að nota þau til að leysa fjölbreytt og flókin verkefni af öryggi. 

Leiðbeinendur

Vel menntaðir kennarar okkar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á námsefninu og geta sett það fram á einfaldan og skýran hátt. Kennslan er blanda af sýnikennslu og verkefnum fyrir nemendur.

Námsgögn

Með námskeiðinu fylgja íslenskar kennslubækur um Windows, Internetið, Word, Excel og Outlook sem samdar eru af starfsmönnum okkar.

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.