Word II - Framhaldsnámskeið

Almennt um námskeiðið

Einstaklega gagnlegt og áhugavert námskeið fyrir alla þá sem hafa náð góðum tökum á Word en vilja bæta verulega við þekkingu sína á forritinu. Dagskrá námskeiðsins miðar að því að notendur fái full not af öllum bestu eiginleikum Word.

Forkröfur

Þátttakendur verða að hafa þekkingu sambærilega við þá sem kennd er á námskeiði okkar um Word ritvinnslu.

Dagskrá

 • Gerð stíla fyrir fyrirsagnir (Heading), meginmál og aðra hluti skjals sem bera ákveðin útlisteinkenni.
 • Innsetning millitilvísana, efnisyfirlita og atriðaorðaskráa.
 • Sjálfvirk skráning breytinga (tracking) í skjölum sem margir vinna við og hvernig hægt er að samþykkja eða hafna slíkum breytingum.
 • Kaflaskipting skjala (sections) og mismundandi stillingar fyrir hvern kafla.
 • Samsteypur margra skjala í eitt skjal. Myndanotkun og sjálfvirk númering þeirra.
 • Notkun haus- og fótlína og hvernig hægt er að hafa þær mismunandi eftir blaðsíðum og köflum.
 • Blaðsíðutöl og tilvísanir á milli blaðsíðna.
 • Stillingar á spássíum og blaðastærðir skoðaðar ásamt því hvernig hægt er að snúa einstaka blöðum (Landscape) skjalsins eða skipta þeim í marga dálka.
 • Gerð gagnalista í mismunandi forritum og hvernig hægt er að sía frá hluta gagnanna og raða þeim, t.d. eftir póstnúmerum.
 • Gagnalistar tengdir með Mail Merge og gerð dreifibréf, límmiðar og umslög.
 • Bætt við svæðum inn á bréf þar sem t.d. eru birtar útreiknaðar upplýsingar eða upplýsingar sem breytast eftir kyni eða starfi viðkomandi.
 • Unnið með ýmsar gerðir af töflum.
 • Formsvæði sett inn í töflur (eyðublað).
 • Skjali lokað fyrir breytingum (aðeins hægt að ská inn í formsvæði).
 • Skjöl vistuð sem sniðskjöl (template).

 Mikil áhersla er lögð á hagnýt dæmi og Word sem verkfæri fyrir kröfuharða notendur.

Markmið

Að loknu námskeiði hefur þátttakandinn yfirgripsmikla þekkingu á Word og getur auðveldlega búið til flókin skjöl.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Word II kennslubók eftir Huldu Orradóttur

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Word II - Framhaldsnámskeið

05.02.18 08.02.18 13:00 - 16:00 18,0 12,0 36.000 kr. Kennt mán til fim (4x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.