Word - Gerð flókinna skjala

Almennt um námskeiðið

Word er verkfæri sem skarar fram úr við gerð flókinna skjala svo sem fréttabréfa, bæklinga og margdálka skjala. Í Word er einnig að finna aðgerðir til að halda utan um mjög löng skjöl, svo sem skýrslur, handrit, og bækur.

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á þau atriði sem við tengjum venjulega gerð flókinna eða langra skjala þ.m.t. útlínugerð, innsetningu millivísana og að búa til efnisyfirlit og atriðisorðaskrár.

Einnig er kennt hvernig á að nota kafla (sections) bæði til að brjóta upp löng skjöl og til að búa til flókin umbrot. Á námskeiðinu er kennt hvernig á að búa til og sníða töflur, sem getur verið gagnlegt í öllum skjölum óháð flækjustigi og lengd.

Forkröfur

Þátttakendur verða að hafa þekkingu sambærilega við þá sem kennd er á námskeiði okkar um Word ritvinnslu.

Dagskrá

  • Gerð og notkun stíla fyrir fyrirsagnir (Heading), meginmál og aðra hluti skjals sem þurfa að hafa ákveðin útlitseinkenni. Stílar einfalda mjög alla skjalagerð og opna fyrir breytingar á umbroti skjals með einföldum hætti.
  • Innsetning og mótun taflna og mynda í Word auk innsetningar á númeruðum myndatextum og töflutextum.
  • Innsetning millitilvísana, efnisyfirlita (kaflar, myndir og töflur) og atriðaorðaskráa.
  • Kaflaskipting skjala (sections) og mismundandi stillingar fyrir hvern kafla.
  • Samsteypur margra skjala í eitt skjal.
  • Sjálfvirk skráning breytinga (tracking) í skjölum sem margir vinna við og hvernig hægt er að samþykkja eða hafna slíkum breytingu.
  • Notkun haus- og fótlína og hvernig hægt er að hafa þær mismunandi eftir blaðsíðum og köflum.
  • Blaðsíðutöl og tilvísanir á milli blaðsíðna.
  • Stillingar á spássíum og blaðastærðir skoðaðar ásamt því hvernig hægt er að snúa einstaka blöðum (Landscape) skjalsins eða skipta þeim í marga dálka.

Kennt er á marga aðra eiginleika Word sem nýtast vel við gerð flókinna og langra skjala. 

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk kennslubók um Word.

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Word - Gerð flókinna skjala

03.04.17 05.04.17 13:00 - 16:00 13,0 9,0 24.000 kr. Kennt mán til mið (3x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.