Word I fyrir byrjendur

Almennt um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra að nota Word, eitt öflugasta ritvinnslukerfi sem völ er á. Leitast er við að kenna á þá útgáfu sem algengust er á hverjum tíma en einnig er hægt að koma til móts við þá sem eru með eldri útgáfur.

Forkröfur

Þeir sem taka þátt í þessu námskeiði þurfa að kunna grundvallaratriði tölvunotkunar. Ekki er krafist þekkingar á Word.

Dagskrá

 • Skjámynd Word útskýrð, valmyndir skoðaðar og farið yfir helstu aðgerðir.
 • Hnappaborð tölvunnar, helstu aðgerðalyklar og flýtihnappar sem gagnast við ritvinnslu.
 • Gagnlegar ábendingar um innslátt texta í Word, gerð greinarskila, síðuskipti, notkun "ósýnilegra" tákna og fleira.
 • Útlitsmótun texta.
  • Fjöldi aðferða til að merkja texta sem á að útlitsmóta.
  • Leturstillingar í valmyndum og á hnappastikum.
  • Leiðbeiningar um val á leturstillingum sem hæfa efni og stíl.
 • Útlistmótun efnisgreina.
  • Jöfnun texta, stilling línubils, greinabils á undan og eftir grein og inndrags.
  • Rammar, litir og bakgrunnar.
  • Aðrar stillingar sem varða útlit efnisgreina.
  • Númeraðar greinar og upptalningar.
 • Prentun ritvinnsluskjala.
  • Skoðun skjals fyrir prentun.
  • Lagfæring skjals fyrir prentun s.s. spássíur, snúningur, jöfnun texta og fleira.
  • Fjöldi prentaðra eintaka, val á síðum til prentunar og aðrir prenteiginleikar.
 • Villuleit í texta.
 • Hjálpartextar í Word og notkun þeirra.
 • Töflugerð í Word.
  • Búa til töflu með Insert Table.
  • Teikna töflu.
  • Vinna með línur og dálka (bæta við, eyða, breyta stærð).
  • Sameina hólf og skipta upp hólfum.
  • Útlistmóta hólf með rammalínum og skyggingu.
 • Skipting texta í dálka með dálkmerkjum (Tabs).
 • Unnið með síðuhaus og fót.
  • Mismunandi blaðsíðutal og heildarfjöldi blaðsíða.
  • Sjálfvirkur texti.
 • Skjali skipt í útlitskafla (Sections) og stillingar varðandi einstaka hluta þess.
 • Uppsetning í blaðadálka (Columns).
 • Notkun tákna (Symbols).
 • Notkun mynda.
  • Staðsetning og textaskrið.
  • Stillingar á myndum.
 • Notkun staðlaðra stílsniða (Style).
 • Gerð efnisyfirlita.

Markmið

Fjölmörg verkefni eru unnin með tilliti til þess að þátttakendur fái sem mesta þekkingu á forritinu.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk kennslubók um Word.

Önnur tengd námskeiðCART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Word almenn ritvinnsla

12.02.18 14.02.18 09:00 - 12:00 13,5 9,0 25.000 kr. Kennt mán til mið (3x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.