Word - Dreifibréf og markpóstur

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að búa til gagnalista, t.d. heimilisföng, og tengja hann við Word skjöl. Þannig má á einfaldan og fljótlegan hátt búa til persónuleg dreifibréf, límmiða eða prenta beint á umslög.

Forkröfur

Þátttakendur verða að hafa þekkingu sambærilega við þá sem kennd er á námskeiði okkar um Word ritvinnslu.

Dagskrá

  • Gerð gagnalista í mismunandi forritum og hvernig hægt er að sía frá hluta gagnanna og raða þeim, t.d. eftir póstnúmerum.
  • Gagnalistar tengdir með Mail Merge og gerð dreifibréf, límmiðar og umslög.
  • Bætt við svæðum inn á bréf þar sem t.d. eru birtar útreiknaðar upplýsingar eða upplýsingar sem breytast eftir kyni eða starfi viðkomandi.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk kennslubók um Word

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Word - Dreifibréf og markpóstur

09.03.17 09.03.17 09:00 - 12:00 4,0 3,0 12.000 kr. Kennt fimmtudag (1x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.