Excel fjölvar og forritun með VBA

Almennt um námskeiðið

Á þessu námskeiði læra nemendur á VisualBasic (VBA) forritunarmálið til að smíða viðbætur og búa til sín eigin föll í Excel. Með VisualBasic er hægt að smíða allskonar sérlausnir í Excel sem nýtast við flókna útreikninga og áætlanagerð. 

Forkröfur

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góða þekkingu á Excel (Excel I og/eða Excel II) og eigi auðvelt með að tileinka sér forritun. Námskeiðið byggir á mjög góðri kennslubók sem gefin er út af Microsoft Press.

Þátttakendur þurfa að vera vel að sér í ensku til að hafa fullt gagn af námskeiðinu. 

Dagskrá

  • Grunnatriði forritunar VBA og VB forritunarmálin
  • Hlutbundin og atburðatengd forritun
  • Fjölvar / kóði
  • Breytur og fastar
  • IF og Case setningar
  • For og Do lykkjur
  • Innsláttarform
  • Vinnubrögð við Excel forritun "praktísk atriði"  

Leiðbeinendur

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D. 

Námsgögn

VBA and Macros for Microsoft Office Excel 2010/2013

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Excel fjölvar og forritun með VBA

23.10.17 08.11.17 09:00 - 12:00 27,0 18,0 72.000 kr. Kennt mán og mið (6x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.