Excel Pivottöflur og - gröf

Pivottöflur (veltitöflur) eru notaðar til þessa að greina gögn úr upplýsingum sem er að finna t.d. í Excel eða Access töflum. Hægt er að setja upp alls konar skilyrði fyrir birtingu niðurstaðna og velta upp margskonar spurningum sem (oftast) er hægt að svara með gerð Pivottöflu. Hægt er að bora ofan í gögnin í pivottöflunni til að sjá upplýsingarnar í öðru ljósi og með annari uppsetningu en er í Excel eða Access töflu. Hægt er að tengjast ákveðnum töflum á Internetinu og vinna úr þeim.

Forkröfur

Til þess að hafa fullt gagn af þessu námskeiði þarf þátttakandinn að vera nokkuð fær í Excel og eiga auðvelt með að framkvæma allar algengar aðgerðir.

Dagskrá

Á námskeiðinu er farið ítarlega í notkun pivottaflna (veltitaflna) í Excel:

  • Kennt að setja upp veltitöflur frá grunni, velja dálka og línur og vinna úr þeim gögnum sem fara í pivottöfluna.
  • Kennt að setja upp margar víddir í veltitöflum, bora niður í gögn og sækja gögn í aðrar töflur og grunna.
  • Kennt er að setja upp veltigraf/-myndrit byggt á upplýsingum úr veltitöflu.
  • Stuðst er við margvísleg gögn í æfingum, jafnt úr viðskiptum sem vísindum.

Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandinn að vera orðinn sjálfbjarga við að gera flóknar veltitöflur og hafa fullt gagn af þeim.

Leiðbeinendur

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D.

Námsgögn

Íslensk kennslubók um veltitöflur og ljósrit.

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Excel Pivottöflur og -gröf

08.10.19 08.10.19 09:00 - 12:00 4,5 3,0 19.000 kr. Kennt þri (1x)

Excel Pivottöflur og -gröf

14.11.19 14.11.19 09:00 - 12:00 4,5 3,0 19.000 kr. Kennt fimmtudag (1x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.