Excel II framhaldsnámskeið  

Almennt um námskeiðið

Framhaldsnámskeið í Excel er fyrir þá sem vilja auka notagildi Excel og nota það við flóknari verkefni. Lögð er áhersla á atriði sem auðvelda og flýta vinnslu með Excel. 

Forkröfur

Mikilvægt er að þeir einir sæki námskeiðið sem hafa unnið við eða prófað allt af því sem talið er upp í lýsingu okkar á námskeiðinu Excel I svo námskeiðið nýtist til fulls.

Dagskrá

  • Upprifjun helstu atriða frá grunnnámskeiðinu og kynning nýjunga í Excel. Farið er ítarlega í föll, samtengingu skjala og útlitsskipanir.
  • Myndritagerðin tekin ítarlega fyrir og sérstaklega skoðaðar flóknari gerðir myndrita eins og t.d. bólurit, myndrit með 2 ásum, myndrit með logarithmiskum kvarða ofl..
  • Notkun flókinna reiknifalla og formúlur samsettar úr mögum föllum.
  • Smíði eigin falla.
  • Innflutningur og meðhöndlun stórra gagnasafna. Kennt að setja upp lista, leita, raða og sía færslur eftir margskonar skilyrðum.
  • Uppsetning og notkun veraldarvefs- og gagnagrunnsfyrirspurna (Database- /Web Query).
  • Tól og hjálpartæki í Excel eins og Goal Seek, Data table, Scenario manager og Solver.
  • Kynning á gerð fjölva (macro) og veltitaflna (Pivot)
 

Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandinn að verða orðinn mjög fær Excel notandi sem hefur innsýn í alla helstu eiginleika forritsins.

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D.

Kennslubók/kennslubækur

Excel kennslubók eftir Halldór Kristjánsson

 

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Excel II framhaldsnámskeið

28.10.19 31.10.19 09:00 - 12:00 18,0 12,0 54.000 kr. Kennt mán til fim (4x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.