Almennt tölvunám - Grunnur

Almennt um námskeiðið

Þetta er frábært námskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og hafa litla sem enga reynslu af tölvunotkun en vilja fá góðan grunn undir frekara nám t.d. Almennt tölvunám Grunnur 2 eða önnur námskeið hjá okkur.

Lögð er áhersla á að kenna gagnleg grunnatatriði sem nýtast við tölvunotkun heima og í vinnu. Lögð er áhersla á gagnleg atrið varðandi tölvuna, Windows stýrikerfið og Internetið.

Dagskrá 

 • Tölvan, Windows og forrit:
  • Hvað er tölva, hverjar eru helstu einingar hennar og hvernig á að velja tölvu. 
  • Notkun músar, valmynda, hnappa og lyklaborðs. 
  • Meðhöndlun skjáglugga og forrita.
  • Skipulagning diska, efnisskrár, afritun og skjalaflutningur. 
  • Verkreinin (Taskbar), ræsihnappurinn (Start) og forritavalmyndin. 
  • Notkun algengra hjálparforrita sem fylgja Windows s.s. reiknivélar, WordPad ritvinnslunnar, Keep minnispunkta, dagatals, leikja og fleira.
  • Skoðun ljósmynda og myndbanda og hlustun á tónlist.
  • Veiruvarnir í Windows og hvernig má forðast árásir og innbrot. 
  • Uppsetning forrita.
  • Gagnleg atriði varðandi meðferð tölvu og jaðartækja.
 • Internetið
  • Hvað er Internetið? Áhugaverðar síður, upplýsingaleit, vistun vefslóða (bookmarks), verslun á netinu og önnur gagnleg grunnatriði við daglega notkun.
  • Kynning á Facebook, Skype og öðrum áhugaverðum samskiptum á Internetinu.
 • Tölvupóstur
  • Notkun vefpósts á Internetinu kynnt m.a. gmail sem mjög margir nota.

Markmið

Að þátttakandinn öðlist nægilega þekkingu til að nota tölvu af öryggi hvort sem er heima við eða í vinnu og leita sér frekari þekkingar á notkun ýmiss konar forrita s.s. Excel, Word og Outlook.

Kennari/kennarar

Vel menntaðir kennarar okkar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á námsefninu og geta sett það fram á einfaldan og skýran hátt. Kennslan er blanda af sýnikennslu og verkefnum fyrir nemendur.

Kennslubók/kennslubækur

Með námskeiðinu fylgja íslenskar kennslubækur um Windows 10 og Internetið og tölvupóst sem samdar eru af starfsmönnum okkar.

Ábending

Að loknu þessu námskeiði er næsta skref til að öðlast færni í að nota forritin Word, Excel og Outlook að sækja sérstök námskeið okkar um þau eða námskeiðið Almennt tölvunám – Framhald, þar sem kennt er á öll þrjú forritin fyrir mjög hagstætt verð.

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Almennt tölvunám - Grunnur

05.11.18 08.11.18 16:00 - 19:00 18,0 12,0 36.000 kr. Kennt mán til fim (4x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.