Forritun vefja (MVC) og appa í C#

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra forritun með Visual Studio frá Microsoft. Áhersla er lögð á C# forritun á vefnum með MVC, tengingu við gagnagrunna og app forritun í Visual Studio 2015.

Það gefst einstakt tækifæri til að tileinka sér góða þekkingu á C# og .NET umhverfinu ásamt MVC, HTML5, JQuery, Bootstrap, CSS3 og Javascript. á þessu námskeið

Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. við háskóla, endurmenntun hjá forriturum eða hjá þeim sem vilja vinna við vefsíðugerð.

Forkröfur

Þátttakandi þarf að hafa góða þekkingu á tölvum og helsta notendahugbúnaði og geta lesið ensku sér til gagns þar sem (nær) allt námsefnið er á ensku.

Dagskrá

  • Kennd er vefforritun með C# þar sem tímum er skipt upp í fyrirlestra þar sem kennari fer yfir dæmi með nemendum og verkefni sem leyst eru í tímanum og heima.
  • Farið er yfir MVC (Model View Controller) forritun í C# en það er mikið notað við gerð stærri vefja.
  • Kenndur er grunnurinn í app forritun í Visual Studio fyrir Windows, Android og IOS.

Markmið

Markmið námsins er að þátttakendur verði færir um að forrita með C#, jQuery og HTML5 og geti byggt frekara forritunarnám á þeirri þekkingu sem aflað er. Námið er einnig góður grunnur undir MCP (Microsoft Certified Professional) prófgráðu í C# .NET forritun.

Leiðbeinendur

Sigurjón Ingi Garðarsson, Bsc.Tölvunarfræði og Guðný Ragna Jónsdóttir Msc.Tölvunarfræði.

Námsgögn

Professional ASP.NET MVC 5 og efni um app forritun.

Ábending

Við bendum þeim sem vilja búa sig undir þetta nám að sækja námskeið okkar Grunnnám í forritun sem er á undan þessu námskeiði.

Veittur er afsláttur þeim sem bóka sig á bæði námskeiðin.

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.