Óháð ráðgjöf um fjarskipta- og upplýsingatækni
Í heimi þar sem stöðugar breytingar eiga sér stað þurfa fyrirtæki og einstaklingar aðstoð við að bregðast við breytingunum hratt og örugglega. Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur veitt íslenskum fyrirtækjum óháða ráðgjöf um fjarskipta- og tölvumál frá árinu 1986. Vegna þess að við seljum ekki lausnir og höfum ekki hagsmuna að gæta við val lausna geta þeir, sem til okkar leita, treyst því að hagsmunir þeirra einna eru hafðir að leiðarljósi.

Mikil reynsla  og þekking

Reynsla okkar af ráðgjöf spannar flest svið íslensks atvinnulífs, sjávarútveg, fjármál, iðnað, framleiðslu, verslun, heilbrigðiskerfi, sveitarfélög, opinberar stofnanir og opinber fyrirtæki.

Þekking starfsmanna okkar spannar meðal annars val á hug- og vélbúnaði, þarfagreiningar, umsjón með útboðum, samningagerð, verkefnastjórnun og verkeftirlit á verkefnum með tölvu-, hugbúnaðar- og fjarskiptaverkefnum.

Hugbúnaður og verkefnastjórnun

Við höfum góða þekkingu á Microsoft Office og mikla reynslu af gerð líkana, sniðmáta og gagnagrunna. Við ráðgjafarstörf okkar notum við þessi forrit en auk þeirra Microsoft Project, hugarkort við greiningu og mótun lausna, Visio teikniforritið og önnur forrit eftir því sem við á. Þá notum við alþjóðlega viðurkennda aðferðarfræði við stjórnun verkefna, PRINCE2, en hún er notuð með góðum árangri í mörgum löndum.

Helstu svið ráðgjafar

Við bjóðum ráðgjöf um flest sem viðkemur fjarskiptum og tölvutækni. Meðal helstu þekkingarsviða okkar má telja:

  • Ráðgjöf vegna nýjunga og þróunar.
  • Gerð öryggisstefnu og áætlana um samfelldan rekstur
  • Heildarúttekt á rekstri tölvu- og fjarskiptamála.
  • Aðstoð við stjórnun tölvu- og fjarskiptamála.
  • Greining á heildarkostnaði við tölvurekstur (Total Cost of Ownership)
  • Stefnumótun í fjarskipta og tölvumálum.
  • Þafagreining fyrir síma-, fjarskipta-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi.
  • Netskipulagning.
  • Ráðgjöf um uppbyggingu veraldarvefja og netlausna.
  • Gerð útboðsgagna, útboð, val samstarfsaðila og samningagerð.
  • Verkeftirlit með innleiðingu tölvu- og fjarskiptakerfa og við hugbúnaðargerð.

Listinn hér að ofan er ekki tæmandi. Leitaðu því nánari upplýsinga hjá okkur um þá ráðgjöf sem við getum veitt.


Allar nánari upplýsingar gefur:
Halldór Kristjánsson , framkvæmdastjóri í síma 520 9010