Word - Dreifibréf og markpóstur

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að búa til gagnalista, t.d. heimilisföng, og tengja hann við Word skjöl. Þannig má á einfaldan og fljótlegan hátt búa til persónuleg dreifibréf, límmiða eða prenta beint á umslög.

Forkröfur

Þátttakendur verða að hafa þekkingu sambærilega við þá sem kennd er á námskeiði okkar um Word ritvinnslu.

Dagskrá

  • Gerð gagnalista í mismunandi forritum og hvernig hægt er að sía frá hluta gagnanna og raða þeim, t.d. eftir póstnúmerum.
  • Gagnalistar tengdir með Mail Merge og gerð dreifibréf, límmiðar og umslög.
  • Bætt við svæðum inn á bréf þar sem t.d. eru birtar útreiknaðar upplýsingar eða upplýsingar sem breytast eftir kyni eða starfi viðkomandi.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk kennslubók um Word

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.