Access II fyrir lengra komna 

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er framhald námskeiðsins Access I og ekki ætlað byrjendum. Þátttakendur verða að hafa reynslu af smíði gagnagrunna í Access til þess að hafa full not af námskeiðinu.

Forkröfur

Þátttakandi þarf að hafa staðgóða þekkingu á, og reynslu af, notkun Access og hafa smíðað einfalda gagnagrunna með innsláttarmyndum, tengdum töflum og fyrirspurnum.

Dagskrá

  • Inn- og útflutningur gagna t.d. Excel, fastlengdarfærslum og textaskrám.
  • Endurnýting á Access hlutum í öðrum gagnagrunnum.
  • Töflutengingar t.d. við Excel, Outlook, ODBC eða textaskrár.
  • Gerð fjölbreyttra fyrirspurna s. s. CrossTab (Pivot), Append, Delete, Update, Make table, Unmatch og Find duplicates.
  • Öryggismál og aðgangsstýringar.
  • Skipting gagnagrunns, sjálfvirk afritun á milli miðlara.
  • Kynning á fjölvagerð (Macro) til sjálfvirkni.
  • Einnig er bætt við þekkinguna á formum og skýrslum auk skilgreininga á töflum. 

Markmið

Að loknu námskeiðinu á þátttakandinn að hafa til að bera þá þekkingu sem þarf til þess að búa til fjölbreytta gagnagrunna með alls konar sjálfvirkni til ýmisa nota. 

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson, verkfræðingur og sérfræðingur í Access

Námsgögn

Using Microsoft Office Access, kennslubók á ensku

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.