Við bjóðum frábær námskeið fyrir þá sem vilja læra að nota símann sinn, eða spjaldtölvuna, til gagns og gamans. Farið er yfir grunnatriði s.s. notkun snertiskjásins, stillingar, Internetið, helstu forrit og hvernig hægt er að nálgast (ókeypis) forrit. Í boði eru tvö námskeið, annars vegar fyrir Android spjaldtölvur (Samsung, Sony ofl.) og hins vegar fyrir Apple iPad. Gagnleg og skemmtileg námskeið sem enginn má missa af.