Við viljum biðja viðskiptavini okkar velvirðingar á því að vefur okkar hefur verið óvirkur í meira en viku en það stafaði af alvarlegri bilun hjá hýsingaraðila okkar, 1984.is sem við vorum nýbyrjuð að nota. Við höfum nú flutt vef okkar yfir á Amazon Web Services þar sem við teljum okkur vera í mjög traustu umhverfi og eigum ekki von á að neitt muni bjáta á framvegis. Vinsamlega látið okkur vita ef þið verðið vör við eitthvað sem hefur farið úrskeiðis á vefnum við flutninginn, annað hvort í síma 520 9000 eða með pósti á tv@tv.is.