Excel gagnagrunnar og listar

Excel býr yfir öflugum eiginleikum til úrvinnslu gagna og lista. Þetta stutta námskeið er ætlað þeim Excel notendum sem vilja auka færni sínaí vinnslu gagna og lista í Excel.

Forkröfur

Þekking á Excel og grunnatriðum töflugerðar

Dagskrá

  • Töflugerð og mótun útlits töflu
  • Röðun og síun gagna í töflu, bæði einföld og flókin
  • Notkun jafna (formúla) í töflum og í tengslum við töflur
  • Greining gagna í töflum með aðstoð Pivot taflna og grafa (myndrita)
  • Tengingar við ytri gagnagrunna og flutningur gagna inn í Excel til frekari úrvinnslu

Á námskeiðinu eru notuð dæmi sem lýsa vel hvernig listar og gagnagrunnar eru notaðir í Excel

Markmið

Að ná góðum tökum á úrvinnslu alls konar gagna og greiningu þeirra í Excel

Námsgögn

Ljósrit og verkefni

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.