Excel I almenn töflureiknisnotkun

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja fá hámarksafnot af tölvunni við meðhöndlun talna. Alls konar útreikningar og úrvinnsla talna verða leikur einn að loknu námskeiði. 

Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum. Þeir sem fyrst og fremst hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu bæta verulega við þekkingu sína, á þessu námskeiði. 

Forkröfur

Þeir sem taka þátt í þessu námskeiði þurfa að kunna grundvallaratriði tölvunotkunar.

Dagskrá

  • Grundvallaratriði við notkun Excel s.s. uppbygging, stofnun nýrra skjala, flýtiaðgerðir við innslátt, tilvísanir í reiti og heiti og almennar flýtiaðgerðir. Kennt er að greina að tölur og texta.
  • Mótun útlits skjals og talna. Áhersla á leturgerðir, ramma, rasta, liti í svæðum og kraftmikla framsetningu. Kennt er að nota tilbúin talnamót og búa til eigin. Einnig að nota innbyggð sniðmát Excel fyrir útlit Excel taflna.
  • Jöfnugerð í Excel og notkun falla til einföldunar á jöfnugerð og útreikningum. Meðal falla sem kennt er að nota má nefna, SUM (samtala), MIN (lággildi), MAX (hágildi), AVERAGE (meðaltal), IF (skilyrtir útreikningar), LOOKUP (uppflettingar í töflu), ROUND (afrúnnun), dagsetningarföll TODAY, DATE, MONTH og textaföll eins og LEFT, MID og RIGHT. Einnig er farið yfir atriði sem þarf að varast við jöfnugerð og notkun heita fyrir svæði og reiti við jöfnugerð. Eftir óskum þátttakenda eru önnur föll einnig kynnt. 
  • Gerð myndrita í Excel s.s. línu-, súlu- og kökurit, bestu aðferðir við að velja tölur í myndrit, mótun útlits myndrita og útprentun þeirra.
  • Notkun Excel við gerð áætlana og við listavinnslu (gagnagrunnur). Í listavinnslunni er meðal annars kennt að leita í listum, að sía gögn og draga upplýsingar í listum saman eftir eðli þeirra.
  • Kennt er að búa til skilyrta útreikninga, að láta Excel fletta upp í töflum/listum og gerð töflu með einni jöfnu.
  • Kennd er tenging við önnur skjöl og sjálfvirkar uppflettingar í töflu í sama skjali, eða í öðru skjali. Kennt er að setja myndrit eða hluta úr Excel töflu í aðrar tegundir skjala eins og Word og PowerPoint, með eða án tengingar.
  • Viðskiptaföll eins og PMT (afborgun), NPER (fjöldi greiðslutímabila) og önnur viðskiptaföll.
  • Farið er yfir ýmis öryggismál s.s. læsingar gagna og skjala.
Á námskeiðinu er farið í fjölda dæma sem spanna margvíslega notkun Excel sem töflureiknis, myndritagerðarforrits og gagnagrunns. 

Markmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera orðnir færir töflureiknisnotendur sem þekkja flesta megineiginleika Excel. 

Leiðbeinendur

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D

Námsgögn

Íslensk kennslubók um Excel eftir Halldór Kristjánsson, verkfræðing.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.