Windows 10 fyrir byrjendur

Almennt um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem eru að byrja að nota tölvu og Windows 10 en einnig þá sem hafa uppfært tölvuna úr eldra Windows stýrikerfi í Windows 10. Lögð er áhersla að kynnast stýrikerfinu og tölvunni vel og á ýmis atriði sem auka afköst og öryggi við tölvunotkun. Auk þess eru tekin fyrir mikilvæg atriði varðandi tölvuna sjálfa og skráarkerfi hennar.

Dagskrá

  • Mikilvæg atriði varðandi tölvunotkun og samspil forrita og Windows
  • Uppsetning og ræsing forrita, uppsetning Start valmyndar og helstu eiginleikar tölvu og stýrikerfis
  • Skrárkerfi tölvunnar og uppsetning eigin skjalakerfis, möppukerfis og stofnun skjala
  • Stillingar og stjórnborð Windows til að laga tölvuna að óskum notandans og þörfum
  • Hvernig má tryggja sem best öryggi við tölvunotkun á Internetinu og vinna bug á veirum og annarri óværu
  • Uppsetning prentara og tengingar tækja og búnaðar við tölvuna
  • Gagnleg hjálparforrit sem fylgja með Windows sem gagnast við alla tölvunotkun

Markmið

Að námskeiði loknu á þátttakandinn að hafa öðlast öryggi við notkun tölvunnar og Windows til margs konar verka.

Kennari/kennarar

Halldór Kristjánsson og Valgerður Halldórsdóttir

Kennslubók/kennslubækur

Ný kennslubók um Windows 10

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.