Alþjóðleg þekkingarpróf eru viðurkenning á reynslu og þekkingu

Gæðaviðmiðun fyrir atvinnurekendur, ráðningarmiðlanir og starfsfólk 

Próf og hæfnismat er mikilvægt fyrir þá sem þurfa að fá staðfestingu á þekkingu sinni og færni til dæmis þegar sótt er um nám í háskóla erlendis eða starf hér á landi eða erlendis. Íslensk fyrirtæki krefjast þess í vaxandi mæli að starfsmenn þeirra hafi alþjóðlega viðurkenndar prófgráður t.d. í endurskoðun og tölvutækni.

Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur um langt árabil boðið mikið úrval prófa í samvinnu við alþjóðlega viðurkennd prófa- og matsyfyrirtæki. Öll eru þessi próf stöðluð og alþjóðlega viðurkennd og gefa því góða vísbendingu um þekkingu þess sem þau hefur tekið. Að loknu hverju prófi er afhent viðurkenning til próftakans sem hann getur framvísað hvar sem er í heiminum til þess að sanna þekkingu sína.

Bókun í próf

Flest próf eru haldin vikulega. Upplýsingar um prófdaga og tíma eru veittar hjá okkur í síma 520 9000. Bóka þarf með 1-2ja daga fyrirvara í flest próf hjá okkur en sum próf er einnig hægt að bóka á vefnum hjá Pearson Vue.

Verð flestra prófa er háð gengi gjaldmiðla og því er bent á að hafa samband við skrifstofu okkar til að fá upplýsingar um verð prófs. Pearson VUE próf (MCP ofl.) kosta mismunandi mikið og er verð þeirra háð gengi á hverjum tíma.

GMAT próf á Íslandi

Frá og með 1. janúar 2006 höfum við boðið hin þekktu GMAT próf sem eru lykillinn að aðgangi hjá mörgum af þekktustu viðskiptaháskólum heims. Bóka þarf sig í próf á vefnum http://www.mba.com/. Við getum prófað fjóra í senn þannig að það er mikilvægt að bóka sig með góðum fyrirvara.

Allar nánari upplýsingar má fá með því að hringja í okkur í síma eða með því að tengjast vefsíðu GMAT prófanna (http://www.mba.com/).

Microsoft og önnur sérfræðipróf í samvinnu við Pearson VUE

Þessi próf eru gerð fyrir atvinnumenn sem vinna með eða þjónusta hugbúnað frá Microsoft og öðrum framleiðendum hugbúnaðar. Sem dæmi um próf má nefna: MCP-, MCSE-, MCSD-sérfræðigráður Microsoft, CompTIA próf, Siebel-, Lotus-, Informix- og Novell próf. 

Þessi listi gefur hugmynd um þau próf sem eru í boði:

 • Avaya Inc.
 • BMC Software
 • Brocade
 • Check Point Software Technologies
 • Cisco Systems
 • CIW
 • CompTIA
 • CPW (World Organization of Webmasters)
 • EMC Ericsson
 • ETA International
 • GMAT
 • HDI - Help Desk Institute
 • IBM/Informix/Lotus/Tivoli
 • ITT Technical Institute
 • J.D. Edwards
 • Linux Professional Institute (LPI)
 • Lucent Technologies
 • Macromedia
 • McDATA
 • MetaSolv Software, Inc.
 • Microsoft Navision
 • Novell
 • Parametric Technology Corporation (PTC)
 • PeopleSoft Inc.
 • Reef
 • RSA Security
 • SAGE Certification
 • Sair Linux and GNU Certification
 • Siebel Systems
 • Siemens
 • VERITAS

Prófin eru unnin á tölvu á ensku.

Tenglar við prófmiðstöðvar sem við umbjóðum

 

 

Próf - lykill að framtíð!