Afsláttur af verði námskeiða

Verð í stundatöflu okkar (listaverð) er staðgreiðsluverð sem greitt er við upphaf námskeiðs. Þátttakendur geta áunnið sér afslátt með því að sækja fleiri en eitt námskeið hjá okkur eða með því að uppfylla þau skilyrði sem fram koma á þessari síðu.

 

Magnafsláttur

Séu keypt tvö eða fleiri námskeið hjá okkur og gengið frá greiðslu við upphaf námskeiðs er veittur sérstakur afsláttur sem er 5%.

 

Afsláttur til þeirra sem sótt hafa námskeið hjá okkur

Þeir sem hafa sótt eitt eða fleiri námskeið hjá okkur njóta sjálfkrafa 5% afsláttar sé gengið frá greiðslu við upphaf námskeiðs.

 

Afsláttur til félaga í VR, Eflingu og öðrum stéttarfélögum

Við höfum gert afsláttarsamninga við mörg stéttarfélög þeirra á meðal eru VR, Efling, Vélstjórafélag Íslands og fleiri. Afsláttur getur numið allt að 10% á stystu námskeiðunum og reiknast af listaverði þeirra.

 

Afsláttur til félaga í Lionshreyfingunni

Félagar í Lionshreyfingunni á Íslandi fá 10% afslátt frá verði námskeiða sem eru 15 klukkustundir eða styttri.

 

Einkaklúbbsafsláttur

Félagar í Einkaklúbbinum njóta afsláttar hjá okkur í samræmi við samning eins og hann er á hverjum tíma.

 

Afsláttur til atvinnulausra

Þeir sem eru atvinnulausir og sækja nám sem styrkt er af Vinnumálastofnun fá 15% afslátt frá námskeiðsverði hjá okkur.

 

Stéttarfélög styðja félagsmenn sína til náms hjá okkur

Flest stéttarfélög styðja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Leitaðu upplýsinga hjá þínu stéttarfélagi um styrkupphæð og fyrirkomulag.

 

Tilboðsverð eða niðurfelling afsláttar

Afsláttur er ekki veittur ef um tilboðsverð er að ræða. Undantekning frá þessari reglu er afsláttur fyrir atvinnulausa, hann er af verði allra námskeiða. Afsláttur fellur niður ef ekki er staðið við umsamda greiðsluskilmála.